Fundur Grænlands
„Land þat, er kallat er Grænland, fannst ok byggðist af Íslandi. Eiríkr inn rauði hét maðr breiðfirzkr, er fór út heðan þangat ok nam þar land, er síðan er kallaðr Eiríksfjörðr. Hann gaf nafn landinu ok kallaði Grænland ok kvað menn þat myndu fýsa þangat farar, at landit ætti nafn gott. Þeir fundu þar manna vistir bæði austr ok vestr á landi ok keiplabrot ok steinsmíði þat, er af því má skilja, at þar hafði þess konar þjóð farit, er Vínland hefir byggt ok Grænlendingar kalla Skrælingja. En þat var, er hann tók byggva landit, fjórtan vetrum eða fimmtán fyrr en kristni kæmi hér á Íslandi, at því er sá talði fyrir Þorkeli Gellissyni á Grænlandi, er sjálfr fylgði Eiríki inum rauða út".
Þessi útdráttur úr Íslendingabók Ara fróða (1067-1148) er alveg skýr, þrátt fyrir að vera í styttra lagi. Hann hefur verið viss um að lesendur væru meðvitaðir um Vínland og eyddi þannig engum orðum í þá líklega vel þekktu sögu, um landfundinn og fyrri tilraunir þar til landnáms.
Landnámabók, lýsir öllum helstu landnámsmönnum Íslands, hvar þeir settust að og rekur ættir þeirra. Sú bók var upprunalega rituð snemma á tólftu öld í samvinnu við Ara fróða. Bókin er mun lengri og nákvæmari en Íslendingabók Ara fróða. Því miður hefur hún varðveist í sinni upprunalegu útgáfu og lengri útgáfur innihalda útdrátt úr öðrum ritum íslendingasagnanna, svo sem Egilssögu, Eyrbyggjasögu og fleirum.
Landnámabók telur tvær frásagnir af Eiríki rauða og föður hans Þorvaldi. Fyrri og námkvæmari frásögnin hefst á eftirfarandi:
„Þorvaldur son Ásvalds Úlfssonar, Yxna-Þórissonar, og son Eiríkur rauði fóru af Jaðri fyrir víga sakir og námu land á Hornströndum og bjuggu að Dröngum; þar andaðist Þorvaldur. Eiríkur fékk þá Þjóðhildar, dóttur Jörundar Atlasonar og Þorbjargar knarrarbringu, en þá átti Þorbjörn hinn haukdælski; réðst Eiríkur þá norðan og ruddi lönd í Haukadal; hann bjó á Eiríksstöðum hjá Vatnshorni“. (Landnámabók: II. hluti, 35. kafli)
Þjóðhildarkirkja í Brattahlíð
Saga Eiríks rauða segir af kirkju sem byggð var í Brattahlíð Grænlandi með fjárhagslegum stuðningi Þjóðhildar, konu Eiríks. Fornleifarannsóknir á staðnum hafa leitt í ljós kirkju frá fyrstu áratugum landnáms og umhverfis er kristinn grafreitur þar sem nærri hundrað menn, konur og börn voru grafin.