Sagan

Fyrsti Evrópubúinn í Ameríku!
Leifur heppni siglir til Ameríku löngu fyrir tíma Kristófers Kólumbusar

 

Flestar vísbendingar gefa til kynna að sonur Eiríks rauða, Leifur Eiríksson „Leifur heppni“, hafi fæðst á Eiríksstöðum á vesturlandi. Leifur varð fyrsti Evrópumaðurinn til að stíga á land í Norður Ameríku þegar hann leiddi landkönnunarleiðangur frá heimili sínu á Grænlandi. Landið nefndi hann Vínland. Þetta var í kringum árið 1000.

Leifur fæddist sennilega á Eiríksstöðum á árunum 970-980. Barn að aldri fluttist hann með foreldrum sínum til Grænlands og ólst upp á bænum Brattahlíð, þar sem faðir hans nam land. Ungur að árum ferðaðist hann til Noregs og fylgdi þar með hefð sem sonur sveitahöfðingja frá Íslandi á víkingatímanum. Samkvæmt frásögninni í Eiríkssögu rauða blés skip hans til Suðureyja Skotlands (Hebride) þar sem hann varði mestum hluta sumars og eignaðist barn með konu að nafni Þórgunni.

Um haustið komst hann til Noregs. Á þeim tíma var Ólafur Tryggvason konungur Noregs sem ríkti frá 995-1000. Konungurinn hafði lagt mikið á sig til að snúa Noregi til kristni ásamt þeim löndum sem heyrðu undir Noreg. Leifur hitti konunginn, snerist til kristni stuttu seinna og dvaldi svo veturlangt hjá honum. Um vorið sendi konungur Leif til Íslands fyrir sína hönd til að snúa Íslendingum til kristni. Hann náði tilætluðum árangri og tóku íslendingar upp kristni á Alþingi þá um sumarið.

Leifur barst af leið á ferð sinni heim og fann lönd sem enginn þekkti áður innan Evrópu. Á einum stað voru akrar af sjálfsprottnu hveiti og vínvið. Það land nefndi Leifur Vínland. Á leið sinni aftur til Grænlands rakst hann á skipreika menn og bjargaði. Þessir skipbrotsmenn voru kaupmenn sem verðlaunuðu hann veglega, sem gæti verið ástæða viðurnefnis hans „Leifur heppni“. Eftir þetta sneri hann aftur til föðurhúsa, í Brattahlíð á Grænlandi. Samkvæmt Heimskringlu Snorra Sturlusonar gerðust þessi atburðir árið 1000.