Skáli frá 10. öld
Tilgátubærinn, eftirlíking af skála Eiríks og Þjóðhildar, var byggður á austurhluta jarðarinnar Stóra-Vatnshorns, um 100 metra frá rústum upprunalega skálans. Endurbygging skálans er byggð á uppdrætti sem gerður var af rústunum á upprunalegu byggingunni.
Tilgátubærinn var byggður að frumkvæði heimamanna með aðstoð ráðgjafanefndar fornleifafræðinga Þjóðminjasafns Íslands.
Núverandi bygging er byggð á rannsóknum um elstu gerðir bygginga af þessu tagi á Íslandi og í nágrannalöndunum frá sama tíma. Allt timbrið sem notað hefur verið í bygginguna er rekaviður. Endurgerð verkfæri frá landnámsöld voru notuð við bygginguna og var endurgerð þeirra byggð á fornleifafundum eða eftir aldargamalli lýsingu verkfæranna. Útskurður og skreytingar eru byggðar á fyrirmyndum frá sama tíma. Þilklæðning var notuð innanhúss og eru þaksperrurnar klæddar kjarri með þreföldu lagi af torfi til að mynda þakið. Torfveggirnir voru byggðir með klömbru (torfhnaus) og streng (löng þaka) sem var sennilega upprunalega byggingartæknin sem í ljós kom við uppgröftinn.