Fornleifarannsóknir

Fortíðin afhjúpuð

Fornleifarannsóknir að Eiríksstöðum sem fóru fram um miðja 20. öldina, og aftur árin 1997-1999, leiddu í ljós víkingaskála frá 10. öld. Fornleifafundurinn staðfesti loks staðsetningu Eiríks og fjölskyldu hans í dalnum. Endurgerð skálans sýnir hefðbundinn sveitabæ frá víkingatímanum og var safnið opnað almenningi árið 2000.


Fornleifarannsóknir árin 1997-1999 sýna að lítið höfuðból hafi staðið á þessum stað á 10. öld. Veggirnir voru gerðir úr torfi og timbri sem stóðu á steingrunni. Norðurhliðin er bein og virðist hafa verið byggð úr eftirstöðvum jarðvegskriðu. Suðurhliðin er bogadregin eins og hefðin bauð við uppbyggingu skála á þessum tíma. Inngangurinn var upprunalega fyrir miðju suðurhliðar sem sneri að dalnum. Seinna var fyllt upp í hann og annar inngangur var byggður nær austurgafli skálans. Utan við húsið, við báða innganga, lá gangstígur úr flötum steinum.

Eldra eldstæðið af tveimur liggur nær norðausturhorni skálans. Vegna þeirra staðreynda, að tvö eldstæði og tveir inngangar fundust, virðist sem skála Eiríksstaða hafi verið breytt eftir að hafa orðið fyrir jarðvegshruni. Norðurveggurinn var endurbyggður og færður inn um einn metra og hefur það valdið því að lokauppbyggingin er minni en hefðbundinn víkingaaldarskáli. Skáinn virðist hafa verið yfirgefinn við lok 10. aldar sem kemur heim og saman við textalýsingar um flutning fjölskyldunnar úr dalnum.

Við fornleifauppgröftinn 1998 var gerð þessi teikning sem sýnir skipulag skálans, eldstæðin tvö og inngangana sem komu í ljós við uppgröftinn.