top of page
DJI_0043_edited.jpg
  • TripAdvisor
  • Facebook
  • Instagram
  • Etsy

Heimili Eiríkssrauða og Leifs Heppna

Í Haukadal í Dalasýslu er landnámsbærinn Eiríksstaðir, sem lætur lítið yfir sér., Hann var upphafsstaður mikilvægra kafla í sögu alls heimsins – fyrstu tengsl Evrópu og Ameríku á sögulegum tíma.

Þótt upprunalegi bærinn sé nú rústir einar, er endurgerð bæjarins vönduð og nákvæm og færir bæ frá landsnámsöld til 21. aldarinnar. Inni í langhúsinu fræðist þú um það hvernig fyrstu kynslóðirnar eftir landnám fundu leiðir til að lifa af í þessu landi með óútreiknanlegri og óblíðri náttúru. Einnig fræðist þú um fyrstu íbúana og sögurnar sem geyma minningu þeirra.

Leiðsagnir eru rúllandi yfir daginn, rn síðasta leiðsögn hefst um 30 mínútum fyrir lokun hvern dag.

Hlökkum til að sjá þig við eldinn!

Opnunartími

10:00 til 17:00 (frá apríl 15 - september)

Verð:

Fullorðnir - 2.700 kr.

Nemendur/eldri borgarar – 1.900 kr.

12 ára og yngri fá frítt í fylgd með fullorðnum

Snertu söguna

Við læsum ekkert á bak við gler á Eiríksstöðum, í raun hvetjum við þig til að skoða allt með öllum skilningarvitum. Sestu í húsgögn landnámsaldar, hlustaðu á sögurnar við eldinn, sveiflaðu sverði, skoðaðu ofan í ullarlitunarpottinn og þú mátt meira að segja kíkja undir rúmfötin.

Stundum er meira að segja meira í gangi en daglegt líf, jafnvel geturðu upplifað tilraunafornleifafræði með eigin augum og höndum, á viðburðunum okkar.

37735769_964621767043213_4643905153684996096_n.jpg

Sagan á gamla mátann

Það getur verið tormelt að lesa Íslendingasögurnar, jafnvel fyrir Íslendinga. En vissir þú að sögurnar voru sagðar og endursagðar í gegnum fyrstu aldir Íslandsbyggðar í einmitt svona húsum, eins og Eiríksstöðum? Eiríksstaðir eru eini staðurinn á landinu, þar sem hægt er að upplifa söguna af Eiríki rauða og fjölskyldu hans á sama hátt og til forna.​

Ekki bara það! Hér, hjá okkur byrjaði þetta allt saman. Akkúrat hér. Smelltu á hlekkinn hér fyrir neðan til að lesa meira um það.

bottom of page