Velkomin að

Eiríksstöðum

Upplifið landnámstímann á persónulegan hátt!


Velkomin til

Eiríksstaða

Upplifðu landnámsöld á lifandi hátt!



Setjist hjá okkur við eldinn og hlustið á sagnameistara segja frá lífsháttum landnámsmanna. Hægt er að prófa áhöld tímabilsins og læra um verkkunnáttu, byggingarlist og fatnað landnámsmanna, allt handunnið með upprunalegum áhöldum og aðferðum.


Heimili

Eiríks rauða & Leifs heppna

Heimili Eiríks rauða og Leifs heppna var að Eiríksstöðum í Haukadal í Dalasýslu, langt frá ys og þys Evrópu. Þar við langeldinn hófst spennandi kafli mannkynssögunnar; fyrstu ferðir Evrópumanna til Grænlands og uppgötvun þeirra á Norður Ameríku.

Leiðsögumenn í hefðbundum klæðum 10. aldar taka vel á móti gestum. Þeir þekkja vel sögu bæjarins, ábúendur og landnámsöldina. Leiðsögn fer fram allan daginn á um hálftíma fresti. Við tökum vel á móti ykkur!




Opið 14. og 15. október, síðan opið fyrir hópa eftir samkomulagi eftir það

Sími: 8997111 og netfang: eiriksstadir@eiriksstadir.is

Verð fyrir leiðsögn:
Almennt verð 2500.- á mann árið 2023

Frítt fyrir börn, 12 ára og yngri í fylgd með fjölskyldum